Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   mið 23. mars 2022 23:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán hrósar Oliver: Mjög stoltur af því hvernig hann hefur tæklað þetta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson sat fyrir svörum á fréttamannafundi íslenska landsliðsins í dag. Fréttaritari spurði hann út frænda sinn Oliver Stefánsson.

Oliver mun spila með ÍA í sumar en hann er samningsbundinn Norrköping í Svíþjóð. Oliver hefur þurft að vera lengstan hluta síðustu þriggja ára utan vallar vegna meiðsla en er að snúa til baka.

Sjá einnig:
Æfingaleikur: Oliver sneri aftur á völlinn í sigri gegn Haukum

„Það er ömurlegt að hann hefur verið svona lengi frá. Drengurinn er búinn að ganga í gegnum alltof mikið fyrir svona ungan strák í fótbolta. Að fá blóðtappa og öll þessi vesen með meiðslin í mjöðminni. Ég vona svo innilega að hann komi sér núna í gang aftur og fái þann tíma sem hann þarf því að ég veit hann hefur mjög mikið „potential" og við tölum saman á hverjum einasta degi. Við erum mjög góðir vinir og ég vona innilega að hann komist í gang og fari að standa sig," sagði Stefán Teitur.

„Það hefur verið frábært að fylgjast með honum í þessari endurkomu, hugarfarið frábært. Það er í raun ótrúlegt hvernig hann hugsar um þetta, hefur ekki einu sinni vælt í mér eða neitt slíkt. Auðvitað hafa verið erfiðir tímar fyrir hann, var nýkominn til baka úr meiðslunum þegar hann fékk blóðtappa. Þá þurfti hann að fara í risaaðgerð en tók því virkilega vel og ég er mjög stoltur af því hvernig hann hefur tæklað þetta," sagði Stefán.

Viðtal við Oliver frá því í janúar má sjá hér að neðan.
„Hefur verið erfitt á tímum en aldrei verið spurning hvað ég vil gera í mínu lífi"
Athugasemdir
banner
banner