Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. mars 2023 10:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Æfingaleikur: KR vann FH í fimm marka leik
Kristján Flóki skoraði sigurmarkið.
Kristján Flóki skoraði sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
FH 2 - 3 KR
1-0 Kjartan Henry Finnbogason
1-1 Benoný Breki Andrésson
2-1 Steven Lennon
2-2 Ægir Jarl Jónasson
2-3 Kristján Flóki Finnbogason

KR heimsótti Skessuna í Hafnarfirði í gær og vann 2-3 endurkomusigur í æfingaleik. Kjartan Henry Finnbogason kom FH yfir snemma leiks. Benoný Breki, maðurinn sem beðið er eftir leikheimild fyrir, jafnaði leikinn fyrir KR en Steven Lennon kom FH aftur yfir.

Það voru svo þeir Ægir Jarl og Kristján Flóki sem sáu til þess að KR vann leikinn. Byrjunarliðin má sjá hér neðst. Finnur Tómas Pálmason átti að vera í byrjunarliði KR en var fjarri góðu gamni vegna veikinda.

Besta deildin byrjar 10. apríl. Fyrsi leikur KR er á útivelli gegn KA og FH heimsækir Fram. Áður en að því kemur á KR eftir að mæta Leikni í æfingaleik og FH á eftir að mæta Víkingi.

Byrjunarlið FH: Sindri; Ástbjörn, Hatakka, Ólafur, Haraldur; Finnur, Björn Daníel, Vuk; Kjartan Kári, Lennon og Kjartan Henry.

Byrjunarlið KR: Simen; Kennie, Pontus, Grétar, Kiddi; Olav, Jóhannes, Aron Þórður; Benoný, Sigurður, Luke.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner