Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. mars 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Finnskur viðskiptamaður með áhugaverða hugmynd um Man Utd
Thomas Zilliacus.
Thomas Zilliacus.
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes, einn af stjörnuleikmönnum Man Utd.
Bruno Fernandes, einn af stjörnuleikmönnum Man Utd.
Mynd: Getty Images
Finnski auðkýfingurinn Thomas Zilliacus hefur áhuga á því að kaupa Manchester United og er með ansi áhugaverða tillögu er varðar kaup á félaginu.

Glazer-fjölskyldan hefur átt stærsta hlutann í Man Utd frá árinu 2005, en fjölskyldan er mjög óvinsæl hjá stuðningsmönnum félagsins. Á síðustu mánuðum hefur Glazer-fjölskyldan verið að hugsa um að selja.

Það hefur verið rætt og skrifað um áhuga frá katarska bankastjóranum Sheikh Jassim Bin Hamad Al Thani og frá Sir Jim Ratcliffe, ríkasta manni Bretlands.

Núna hefur Zilliacus staðfest að hann hafi áhuga á að kaupa félagi. Hann stefnir á mikið samstarf með stuðningsmönnum en hann segir: „Íþróttafélög eiga á endanum að vera í eigu stuðningsmanna."

Í yfirlýsingu sinni segir Zilliacus að hann vilji kaupa félagið með stuðningsmönnum. Fyrirtæki hans ætlar að leggja fram helminginn í kaupverðinu og leggur til að stuðningsmenn félagsins borgi hinn helminginn. „Ef allir stuðningsmenn félagsins í heiminum taka þátt þá mun það kosta hvern stuðningsmann minna en þrjá bandaríkjadali að taka þátt."

Ef þessi pæling gengur upp hjá honum þá ætlar hann að leyfa stuðningsmönnum að kjósa um fótboltaákvarðanir í gegnum smáforrit.

Hann segir að núverandi markaðsvirði Man Utd sé um 3,9 milljarðar dollara og er hann að miða við það, en talið er að Glazer-fjölskyldan sé að leita að mun hærri upphæð en það til þess að selja félagið.

Zilliacus, sem er 69 ára gamall, var fyrir mörgum árum síðan háttsettur hjá símafyrirtækinu Nokia. Hann er mikill viðskiptamaður og hefur lengi verið tengdur íþróttum. Hann var stjórnarformaður hjá HJK, sigursælasta fótboltafélagi Finnlands, um nokkurt skeið og þá var hann um tíma eigandi íshokkífélagsins Jokerit.

Zilliacus hefur ekki enn lagt fram tilboð í félagið eða staðfest að hann eigi fjármunina til að fjárfesta í United. Hann hafði í gær samband við bankann sem sér um söluna á félaginu í fyrsta sinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner