Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 23. mars 2023 11:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Foster tekur hanskana af hillunni og hjálpar Ryan Reynolds
Mynd: Getty Images
Ben Foster hefur ákveðið að taka hanskana af hillunni og hefur samið við Wrexham í utandeildinni. Wrexham er spennandi félag sem stefnir upp í D-deildina en eigendur félagsins er Hollywood leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney.


Foster ákvað í vetur að leggja hanskana á hilluna, það gerði hann í kjölfarið á tilboði frá Newcastle en Foster vildi frekar verja tíma sínum með fjölskyldunni en að flytja norður til Newcastle. Tottenham reyndi einnigað fá Foster þegar Hugo Lloris meiddist í janúar en Foster sagði nei.

Foster er stærsta nafnið sem Wrexham hefur fengið í eigendatíð leikaranna, og líklega í sögunni. Hann verður fertugur í apríl og spilaði síðast með Watford á síðasta ári þegar liðið féll úr úrvalsdeildinni. Hann hefur áður verið hjá velska félaginu því hann var lánaður þangað frá Stoke árið 2005.

Wrexham er í toppsæti National League, þremur stigum fyrir ofan 2. sætið. Fimmtán ár eru frá því að liðið féll úr D-deildinni. Rob Lainton, aðalmarkvörður liðsins, meiddist á hné og verður fjarri góðu gamni næstu sex vikur.
Athugasemdir
banner
banner