Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 23. mars 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fullyrða að Napoli hafi hafnað risatilboði frá Newcastle
Kvaratskhelia og Osimhen.
Kvaratskhelia og Osimhen.
Mynd: EPA
Il Corriere dello Sport á Ítalíu fullyrðir að Napoli hafi þegar hafnað 100 milljóna evra tilboði frá Newcastle í Victor Osimhen. Fjallað er um að Napoli ætli að halda Osimhen innan sinna raðar og framlengja við Kvicha Kvartaskhelia. Þeir tveir mynda eitt mest spennandi dúó í heimsfótboltanum í dag.

Tilboðið sem um ræðir á að hafa komið í janúar fyrir rúmlega ári síðan þegar Newcastle var að hefja uppbyggingu undir stjórn Eddie Howe með stuðningi frá nýju eigendunum.

Napoli á titilinn á Ítalíu vísann, liðið er langefst og hafa þeir Osimhen og Kvaradona, eins og hann er oft kallaður, saman skorað 39 mörk á tímabilinu og vill Napoli eðlilega ekki missa þá frá sér.

Báðir hafa þeir verið orðaðir við stórlið annars staðar; Manchester United vill fá Osimhen, Real Madrid hefur áhuga og PSG fylgist með.

Í frétt ítalska miðilsins er fjallað um að planið sé einnig að framlengja við Osimhen. Kvaradona kom frá Dinamo Batumi fyrir einungis tíu milljónir evra síðasta sumar og á fjögur ár eftir af samningi sínum. Osimhen kom frá Lille sumarið 2020 og greiddi Napoli 75 milljónir evra fyrir hann. Samningur hann rennur út sumarið 2025.

Forseti Napoli, Aurelio De Laurentiis vill búa til sigurhefð í Napoli og efst á lista í því plani er að halda skærustu stjörnum liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner