Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. mars 2023 12:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu sigurmarkið laglega í fyrsta bikarleik tímabilsins
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fjórðu deildarlið Árborgar gerði sér lítið fyrir og vann þriðju deildar lið Elliða í fyrsta leik Mjólkurbikarsins á þessu tímabili. 1. umferðin fór af stað í gær og heldur áfram eftir viku. Leikurinn fór fram í gær þar sem Árborg er á leið í æfingaferð.

Aron Freyr Margeirsson skoraði eina mark leiksins með góðu skoti fyrir utan vítateig. Elliði var þá orðinn einum manni færri, Þröstur Sæmundsson fékk rauða spjaldið á 21. mínútu og nýttu gestirnir úr Árborg sér liðsmuninn vel.

Aron skoraði markið á 35. mínútu og má sjá það hér að neðan. Hann er 25 ára gamall og hefur allan sinn meistaraflokksferil leikið með Árborg ef frá er talið síðasta tímabil þar sem hann skoraði sjö mörk í þrettán leikjum með Uppsveitum.

Árborg mætir annað hvort Kára eða Létti í 2. umferð. Sá leikur hefur verið settur á laugardaginn 8. apríl. Kári og Léttir mætast í Akraneshöllinni eftir átta daga.


Athugasemdir
banner
banner