Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. mars 2023 12:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þriðja konan stígur fram og ásakar leikmanninn um kynferðisbrot
Mynd: Getty Images
Breska götublaðið The Sun greinir frá því í dag að leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hafi verið færður á lögreglustöð á ný á dögunum vegna ásakana um kynferðisbrot.

Leikmaðurinn sem er ekki nefndur í breskum fjölmiðlum af lagalegum ástæðum var handtekinn síðasta sumar og eru þau mál enn til rannsóknar. Hann var sakaður um um að nauðga tveimur konur, fyrst í apríl 2021 og svo síðastliðinn júní.

Fjölmiðlar á Englandi mega ekki nafngreina fótboltamanninn en það hefur komið fram í fjölmiðlum í Afríku að Thomas Partey, leikmaður Arsenal, sé sá grunaði. Partey hefur spilað lykilhlutverk í titilbaráttu Arsenal á tímabilinu. Mikið hefur verið talað um Partey og þetta mál á samfélagsmiðlum í fjölmarga mánuði, en hvorki Arsenal né Partey hafa kveðið niður þann orðróm.

Nú hefur þriðja konan stigið fram og sakað manninn, sem er sagður vera Partey, um kynferðislegt ofbeldi í febrúar á síðasta ári. Árásin átti sér stað í Hertfordshire í Bretlandi.

Leikmaðurinn, sem spilaði fyrir þjóð sína á HM 2022, var yfirheyrður af lögreglu klukkutímum saman vegna málsins en hann er laus gegn tryggingu út af hinum málunum sem eru enn til rannsóknar.

Í grein Sun kemur fram að þessi mál séu umtöluð í spjallhópum leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar, en félag leikmannsins setti hann ekki í bann og er hann byrjunarliðsmaður.

Partey er núna í landsliðverkefni með Gana.


Athugasemdir
banner
banner