Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 23. mars 2023 11:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Veirusmit hjá Hollendingum - Fimm draga sig úr hópnum
Gakpo er einn af þeim sem smitaðist.
Gakpo er einn af þeim sem smitaðist.
Mynd: EPA
Annað kvöld mætast Frakkland og Holland í undankeppni EM. Hollendingar urðu fyrir blóðtöku í dag því Cody Gakpo (Liverpool), Sven Botman (Newcastle) og Matthijs de Ligt (Bayern Munchen) þurftu að draga sig úr hópnum vegna veikinda.

Alls hafa fimm leikmenn í hópnum þurft að yfirgefa herbúðir félagsins, um veirusmit er að ræða.

Hinir tveir eru Joey Veerman (PSV) og Bart Verbruggen (Anderlecht). Stefan de Vrij (Inter), Ryan Gravenberch (Bayern Munchen) og Kjell Scherpen (Vitesse) voru kallaðir inn í hópinn.

Þetta er mikið svekkelsi fyrir Sven Botman sem átti möguleika á því að spila sinn fyrsta landsleik annað kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19:45 og fer fram á Stade de France í París.
Athugasemdir
banner
banner