Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 23. mars 2023 10:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vrsaljko kallar þetta gott og ætlar að verða umboðsmaður
Sigri fagnað gegn Argentínu á HM í Rússlandi.
Sigri fagnað gegn Argentínu á HM í Rússlandi.
Mynd: Getty Images
Króatíski bakvörðurinn Sime Vrsaljko hefur tilkynnt að hann sé hættur sem atvinnumaður í fótbolta. Þessa ákvörðun tekur hann þrátt fyrir að vera einungis 31 árs.

Samkvæmt króatískum fjölmiðlum ætlar Vrsaljko að verða umboðsmaður.

Hann var samningsbundinn Olympiakos en var leystur undan samnngi í nóvember eftir að hafa einungis spilað þrjá leiki með gríska liðinu frá komu sinni frá Atletico um sumarið.

Hann er þekktastur fyrir tímann sinn í Madrid. Þar var hann á árunum 2016-2022 og varð spænskur meistari vorið 2021. Hann var hluti af króatíska landsliðinu sem fór í úrslitaleik HM 2018. Hann vann Evrópudeildina með Atletico Madrid vorið 2018 og í upphafi ferils síns varð hann fjórum sinnum króatískur meistari og í tvígang bikarmeistari sem leikmaður Dinamo Zagreb.

Alls urðu landsleikirnir 52 og keppnisleikirnir með félagsliðum 294. Mörkin urðu einungis fjögur og þrjú þeirra skoraði hann á tíma sínum hjá Atletico. Hann lék einnig með Lokomotiva (í heimalandinu), Genoa, Sassuolo og Inter á sínum ferli.


Athugasemdir
banner
banner