Króatíski bakvörðurinn Sime Vrsaljko hefur tilkynnt að hann sé hættur sem atvinnumaður í fótbolta. Þessa ákvörðun tekur hann þrátt fyrir að vera einungis 31 árs.
Samkvæmt króatískum fjölmiðlum ætlar Vrsaljko að verða umboðsmaður.
Samkvæmt króatískum fjölmiðlum ætlar Vrsaljko að verða umboðsmaður.
Hann var samningsbundinn Olympiakos en var leystur undan samnngi í nóvember eftir að hafa einungis spilað þrjá leiki með gríska liðinu frá komu sinni frá Atletico um sumarið.
Hann er þekktastur fyrir tímann sinn í Madrid. Þar var hann á árunum 2016-2022 og varð spænskur meistari vorið 2021. Hann var hluti af króatíska landsliðinu sem fór í úrslitaleik HM 2018. Hann vann Evrópudeildina með Atletico Madrid vorið 2018 og í upphafi ferils síns varð hann fjórum sinnum króatískur meistari og í tvígang bikarmeistari sem leikmaður Dinamo Zagreb.
Alls urðu landsleikirnir 52 og keppnisleikirnir með félagsliðum 294. Mörkin urðu einungis fjögur og þrjú þeirra skoraði hann á tíma sínum hjá Atletico. Hann lék einnig með Lokomotiva (í heimalandinu), Genoa, Sassuolo og Inter á sínum ferli.
Vrsaljko has retired.
— Croatian Football ???????????? (@CroatiaFooty) March 22, 2023
His career has sadly been riddled with injuries and bad luck, especially the later part.
But he leaves us with one of the best pictures to come out of football. pic.twitter.com/5oYqnMiQEO
Athugasemdir