
„Bara mjög súrt og við getum sjálfum okkur kennt." voru stutt fyrstu viðbrögð Arnórs Ingva Traustasonar en liðið steinlá í tveggja leikja einvígi gegn Kosóvó en síðari leikurinn endaði með 3-1 sigri Kosovó sem þýðir að Ísland er fallið niður í C deild ÞJóðardeildar UEFA.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 3 Kósovó
„Þetta var bara ekki nógu gott, við fáum fínt start á leikinn og einhverneigin opnum leikinn og svo var þetta bara mjög lélegt."
Margir leikmenn Íslenska landsliðsins voru að spila út úr stöðum og segir Arnór Ingvi að það sé ekkert hægt að fela sig á bakvið það.
„Menn spila kannski út úr stöðu en það á ekkert að fela sig á bakvið það og þetta var bara ekki nógu gott. Maður er ekki í þessu til að tapa fótboltaleikjum. Maður er bara fúll og pirraður og þetta er bara ömurlegt."
,Við getum bara byrjað að líta inn á við, bara byrja þar allaveganna. Við eigum ekkert að vera fela okkur á bakvið einhverjar afsakanir, við erum atvinnufótboltamenn og eigum að geta tekið á móti upplýsingum."