Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mán 23. maí 2022 09:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Carvalho til Liverpool (Staðfest)
Liverpool hefur staðfest að Fabio Carvalho verður leikmaður félagsins þann 1. júlí.

Carvalho er nítján ára sóknarmaður sem kemur til Liverpool frá Fulham. Hann átti stóran þátt í því að Fulham vann Championship deildina í vetur því hann skoraði tíu mörk og lagði upp átta í 36 leikjum.

Tímabilið 2020/21 kom hann fjórum sinnum við sögu hjá Fulham og skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik gegn Southampton fyrir ári síðan.

Carvalho er Portúgali sem lék sinn fyrsta U21 landsleik í mars en hann hefur einnig leikið fyrir yngri landslið Englendinga.
Athugasemdir
banner
banner