Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 23. maí 2023 13:53
Innkastið
Þreyttir á að Hemmi tuði sífellt yfir dómurunum
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV hefur tapað fjórum leikjum í röð í Bestu deildinni og er komið niður í fallsæti. Þá hefur liðið verið að safna rauðum spjöldum og Hermann Hreiðarsson þjálfari látið dómarana heyra það.

Hermann var alls ekki sáttur við að nafni sinn Hermann Þór Ragnarsson, leikmaður ÍBV, hafi fengið sitt annað gula spjald og þar með rautt í 2-3 tapleiknum gegn FH í gær. FH nýtti sér liðsmuninn og vann leikinn.

Að mati Innkastsins var hinsvegar rétt að spjalda Hermann Þór í því tilfelli og senda hann þar með í sturtu.

„Ég er leiður á Hemma Hreiðars, hvernig hann kemur í viðtöl eftir leiki æstur og segir að dómarinn sé með allt niður um sig. Ég nenni ekki að hlusta á þetta enn einu sinni," segir Benedikt Bóas Hinriksson sem telur Eyjamenn ekki geta skellt skuldinni á dómarana þrátt fyrir slæmt gengi.

„Horfðu inn á við og slakaðu á. Í alvöru talað. Þetta er orðið rosalega þreytt, leik eftir leik."

Tómas Þór Þórðarson segist vera alveg sammála.

„ÍBV á núna Fylki úti, HK heima og KR úti í næstu þremur leikjum. Þá er fyrri umferðin búin. Við sjáum mikið hvernig Eyjamenn eru í næstu leikjum. Þó HK sé töluvert betra lið en ÍBV í dag eru þetta lið sem þeir geta unnið. Ég er korter í að hafa áhyggur af þeim," segir Tómas.
Innkastið - Yfirlýsingagleði og vonbrigði norðan heiða
Athugasemdir
banner
banner