Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. júní 2021 21:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: Endurkomusigur í fyrsta leik Óla Jó
Óli er tekinn aftur við FH.
Óli er tekinn aftur við FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru heldur betur óvænt úrslit í fyrstu fjórum leikjum dagsins í Mjólkurbikarnum. Núna voru aðrir fjórir leikir að klárast og það voru engin óvænt úrslit.

Þrjú Pepsi Max-deildarlið fóru áfram; HK, FH og ÍA.

FH var að spila sinn fyrsta leik undir stjórn Ólafs Jóhannessonar eftir að hann tók við liðinu af Loga Ólafssyni. FH mætti Njarðvík úr 2. deild og leikurinn byrjaði ekki vel fyrir FH-inga, sem lentu 1-0 undir á 25. mínútu.

Fimleikafélagið sýndi mikinn karakter hins vegar og tók forystuna fyrir leikhlé. „FH-ingar eru komnir yfir og það á þessari frægu markamínútu! Ágúst Eðvald sendi boltann þvert fyrir markið þar sem Lennon var á réttum stað og ýtti honum yfir línuna. Vel afgreitt," skrifaði Hafliði Breiðfjörð í beinni textalýsingu þegar Steven Lennon kom þeim yfir.

Svo bættu Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Lokatölur 4-1 fyrir FH sem er komið í 16-liða úrslit.

HK lagði Gróttu að velli, 2-1 í Kórnum, og ÍA vann góðan sigur á Fram, efsta liði Lengjudeildarinnar, upp á Skaga 3-0.

Þá vann Fram góðan 1-4 útisigur á Augnablik, sem er eitt sterkasta liðið í 3. deild. Hér að neðan má sjá úrslit og markaskorara í leikjunum sem voru að klárast.

HK 2 - 1 Grótta
1-0 Stefan Alexander Ljubicic ('8 )
2-0 Martin Rauschenberg Brorsen ('60 )
2-1 Pétur Theódór Árnason ('80 )
Lestu nánar um leikinn

FH 4 - 1 Njarðvík
0-1 Bergþór Ingi Smárason ('25 )
1-1 Björn Daníel Sverrisson ('36 )
2-1 Steven Lennon ('43 )
3-1 Matthías Vilhjálmsson ('79 )
4-1 Guðmundur Kristjánsson ('90 )
Lestu nánar um leikinn

ÍA 3 - 0 Fram
1-0 Morten Beck Andersen ('5 )
2-0 Steinar Þorsteinsson ('11 , víti)
3-0 Steinar Þorsteinsson ('21 )
Lestu nánar um leikinn

Augnablik 1 - 4 Fjölnir
0-1 Hallvarður Óskar Sigurðarson ('9 )
0-2 Kristófer Jacobson Reyes ('16 )
0-3 Lúkas Logi Heimisson ('66 )
1-3 Arnar Laufdal Arnarsson ('67 )
1-4 Andri Freyr Jónasson ('89 )
Lestu nánar um leikinn

Önnur úrslit í dag:
Mjólkurbikarinn: Gríðarlega óvænt úrslit og drama í Garðabæ
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner