Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   sun 23. júní 2024 14:30
Sölvi Haraldsson
Fögnuðu marki Nökkva tvisvar sinnum áður en það var dæmt af
Mynd: St. Louis City

Nökkvi Þeyr Þórisson spilaði í 83 mínútur í nótt þegar St. Louis og hans félagar gerðu 1-1 jafntefli við Atlanta á heimavelli.


Nökkvi byrjaði leikinn af krafti en hann kom St. Louis yfir rétt fyrir hálfleik og það brast út mikill fögnuður. Hins vegar hélt dómarinn að það væri rangstaða í aðdragandanum að markinu og fór í skjáinn til þess að skoða það aðeins betur.

Í MLS er það þannig að dómarinn þarf að útskýra ákvörðun sína í hátalarakerfið á vellinum fyrir alla sem á leikinn horfa. 

Eftir gaumgæfilega skoðun á marki Nökkva byrjar hann að útskýra ákvörðun sína. Hann byrjar á að segja að þeir hafi ekki séð neina rangstöðu í aðdragandanum. Eftir það braust út mikill fögnuður og menn héldu að markið myndi standa.

Filip Dujic, dómari leiksins, fær svo fólk fljótlega til að róa sig niður því markið átti ekki eftir að standa. Hann segir þá að hann og VAR dómararnir hafi séð brot í aðdragandanum og markið því ólöglegt.

Stuðningsmenn St. Louis því búnir að fagna sama og eina markinu tvisvar sinnum áður en þeir heyrðu að dómarar leiksins fundu brot í aðdragandanum sem gerði markið ólöglegt.


Athugasemdir
banner
banner