Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   fös 23. júlí 2021 21:03
Daníel Smári Magnússon
Ágúst Gylfason: Tapaðist í fyrri hálfleik
Lengjudeildin
Ágúst var ósáttur með orkuleysi sinna manna.
Ágúst var ósáttur með orkuleysi sinna manna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta tapaðist í raun bara í fyrri hálfleik hjá okkur. Við mættum bara ekki til leiks, vorum orkulausir og vanalega með orkumikið lið. Við reyndum kannski, en við komumst ekki alveg nógu vel upp úr sporunum. Þórsarar gengu á lagið. Við vitum að Þórsliðið er baráttulið og gefa 100% í leikinn, þeir gerðu það í dag og refsuðu okkur skelfilega í dag,'' sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, eftir 4-2 tap gegn Þór í Lengjudeild karla.

Lestu um leikinn: Þór 4 -  2 Grótta

Gróttumenn komu talsvert kraftmeiri til leiks í seinni hálfleik þegar þeir freistuðu þess að komast aftur inn í leikinn, en Ásgeir Marinó kom Þór í 4-0 á 55. mínútu eftir vandræðagang í vörn Gróttu og gekk endanlega frá leiknum.

„Við lágum dálítið á þeim til að byrja með í seinni, en Þórsarar fá skyndisókn og skora ódýrt mark. Það setur punktinn yfir i-ið fyrir þá og þeir bakka svolítið niður. Við komumst aðeins á lagið, náum að skora tvö mörk og reyndum eins og við gátum, en því miður þá var það of seint.''

Eftir þrjá sigra í röð að þá er Gróttu kippt niður á jörðina af sprækum Þórsurum. Næsti leikur Gróttu er á Ísafirði gegn Vestra. Virkilega öflug stuðningsmannasveit fylgdi Gróttu og hvatti þá dyggilega sama hvað gekk á. Ágúst var ánægður með sitt fólk.

„Stuðningsmenn okkar eru æðislegir og studdu okkur vel. Þeir náðu því miður ekki að styðja okkur til sigurs, en frábært að fá svona stuðnings. Næsti leikur er á móti Vestra fyrir vestan og vonandi mæta einhverjir þar,'' sagði Ágúst Gylfason.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner