Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 23. júlí 2021 20:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool spilaði á tveimur liðum í fyrsta sigri sumarsins
Liverpool vann sinn fyrsta sigur á undirbúningstímabilinu í dag. Liðið lagði þýska úrvalsdeildarliðið Mainz að velli í Austurríki.

Markið sem skildi liðin að var sjálfsmark frá Luca Killian, leikmanni Mainz.

Næsti leikur er gegn Hertha Berlín á fimmtudaginn.

Samkvæmt staðarmiðlinum Liverpool Echo, þá var Naby Keita mjög öflugur sem og Trent Alexander-Arnold, sem er að stíga upp úr meiðslum. Alex Oxlade-Chamberlain, var slakur og fær hann aðeins fimm í einkunn fyrir frammistöðu sína.

Lið Liverpool í fyrri hálfleik: Kelleher, Alexander-Arnold, Konate, Matip, Tsimikas, Milner, Keita, Elliott, Mane, Salah, Oxlade-Chamberlain.

Lið Liverpool í seinni hálfleik: Adrian, N. Williams, Phillips, Koumetio, Beck, Clarkson, Gordon, Morton, Jones, Minamino, Origi.
Athugasemdir
banner