Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 23. júlí 2022 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Antony verður áfram hjá Ajax - Bellingham er ósnertanlegur
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Slúðurpakki dagsins í boði BBC er kominn í hús.

Arsenal hefur boðið Bukayo Saka, 20, nýjan langtíma samning sem myndi tvöfalda launin hans til að fæla áhuga félaga í burtu eins og t.d. Manchester City. (Mail)

Chelsea hefur betur gegn Barcelona í baráttunni um franska miðvörðinn Jules Kounde og mun bjóða þessum 23 ára gamla leikmanni fimm ára samning. (Telegraph)

Alfred Schreuder stjóri Ajax segir að Antony, 22, muni vera áfram hjá félaginu þrátt fyrir áhuga frá Manchester United. (ESPN)

Chelsea og Tottenham hafa spurst fyrir um Allan Saint-Maximin, 25, vængmann Newcastle. (Athletic)

Liverpool spurðist fyrir um Jude Bellingham, 19, miðjumann Dortmund í júní en þýska félagið segir hann ósnertanlegann í sumar. (Fabrizio Romano)

Memphis Depay framherji Barcelona og hollenska landsliðsins, 28, mun líklega hafna því að ganga til liðs við Newcastle. (Sport)

West Ham er við það að ganga frá kaupum á Gianluca Scamacca, 23, en Sassuolo hefur samþykkt 30.5 milljón punda tilboð í ítalska framherjann. (Guardian)

West Ham er einnig að undirbúa tilboð í Filip Kostic, 29, vængbakvörð Frankfurt. (Fabrizio Romano)

Luke Thomas, 21, bakvörður Leicester City er einnig undir smásjá West Ham. (Guardian)

Arsenal og Everton hafa bæði hafnað tækifærinu á því að næla í Thomas Lemar, 26, vængmann Atletico Madrid. (L'Equipe)

Brighton hefur fengið 15 milljón punda tilboð frá ítalska liðinu Salernitana í franska framherjann Neal Maupay, 25. (Athletic)

Newcastle, Everton og West Ham hefur boðist að fá Andrea Belotti, 28, sem er án félags eftir að hann yfirgaf Torino í síðasta mánuði. (Sun)

Leeds er nálægt því að næla í Arnaud Kalimuendo, 20, sóknarmann PSG. (Express)

Everton hefur áhuga á Leander Dendoncker, 27, miðjumanni Wolves. (Fabrizio Romano)

Crystal Palace hefur áhuga á Morgan Gibbs-White, 22. En hann vill frekar berjast fyrir sæti sínu hjá Wolves. (Guardian)

AC Milan hefur blandað sér í baráttuna við Dortmund og Barcelona um Carney Chukwuemeka 18 ára miðjumann Aston Villa. (Athletic)

Everton hefur spurst fyrir um Max Aarons, 22, leikmann Norwich en hann er einnig undir smásjá Gladbach, Wolfsburg og Marseille. (Sun)

Bournemouth er nálægt því að ganga frá kaupum á Marcus Tavernier, 23, miðjumanni Middlesbrough. (Football Insider)

Það eru fleiri leikmenn á förum frá Newcastle áður en nýtt tímabil hefst. Þar á meðal enski vængmaðurinn Matt Ritchie, 32. (Chronicle)


Athugasemdir
banner
banner