Pep Guardiola segir að koma brasilíska vængmannsins Savinho til Manchester City færi liðinu nýja vídd. Savinho er tvítugur og er hrikalega öflugur í knattraki.
Hann kom frá Troyes eftir að hafa spilað fyrir Girona á lánssamningi, bæði eru systurfélög City, og lék með Brasilíu á Copa Amercia. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem klífur alla leið á toppinn á City Football Group pýramídanum.
Hann kom frá Troyes eftir að hafa spilað fyrir Girona á lánssamningi, bæði eru systurfélög City, og lék með Brasilíu á Copa Amercia. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem klífur alla leið á toppinn á City Football Group pýramídanum.
„Það var algjörlega frábært að horfa á hann hjá Girona. Hann hafði mikil áhric. Michel, stjóri liðsins, gerði vel með hann," segir Guardiola.
„Hann getur bæði spilað á hægri og vinstri vængnum og líka miðsvæðis. En við þurfum mest á honum að halda á vængjunum. Hann er magnaður einn gegn einum."
Savinho skoraði ellefu mörk fyrir Girona í La Liga og hjálpaði liðinu að komast í Meistaradeildina.
Athugasemdir