Þýska stórveldið Bayern München er að eltast við Luis Diaz, framherja Liverpool.
Liverpool vill ekki selja Diaz en Bayern ætlar að reyna á þá afstöðu.
Liverpool vill ekki selja Diaz en Bayern ætlar að reyna á þá afstöðu.
Samkvæmt TalkSPORT er Bayern tilbúið að bjóða 70 milljónir punda í Kólumbíumanninn.
Liverpool myndi þá stórgræða á Diaz eftir að hafa keypt hann fyrir 37,5 milljónir punda frá Porto á sínum tíma.
Bayern er að undirbúa að gera nýtt tilboð í Diaz núna en leikmaðurinn sjálfur er sagður spenntur fyrir nýrri áskorun.
Athugasemdir