Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   mið 23. júlí 2025 18:14
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Þýskalands og Spánar: Däbritz byrjar sinn fyrsta leik á mótinu
EM KVK 2025
Däbritz spilar 111. landsleik sinn í kvöld
Däbritz spilar 111. landsleik sinn í kvöld
Mynd: EPA
Þýskaland og Spánn mætast í undanúrslitum EM kvenna klukkan 19:00 í kvöld og er leikurinn sýndur í beinni útsendingu á RÚV 2.

Sara Däbritz, leikjahæsta landsliðskona þýska hópsins, mun byrja sinn fyrsta leik á mótinu. Carlotta Wamser kemur aftur inn í liðið og þá heldur Giovanna Hoffmann sæti sínu.

Ein breyting er gerð á spænska liðinu en Maria Mendez kemur inn fyrir Laia Alexandri sem tekur út leikbann.

EM-stofan hefst klukkan 18:30 á RÚV2 og hefst síðan leikurinn sjálfur hálftíma síðar.

Þýskaland: Berger; Wamser, Kleinherne, Minge, Knaak, Kett; Brand, Dabritz, Senss, Bühl; Hoffmann.

Spánn: Cata Coll; Batlle, Paredes, Méndez, Carmona; Aitana Bonmatí, Guijarro, Alexia Putellas; Caldentey, Esther González, Pina.




Athugasemdir
banner
banner