Heimsmeistarar Chelsea hafa náð samkomulagi við hollenska varnarmanninn Jorrel Hato um kaup og kjör, og hefur leikmaðurinn farið fram á sölu. Fabirizio Romano segir frá.
Chelsea setti sig í samband við Ajax í dag varðandi kaup á hollenska táningnum og miðar viðræðum hratt áfram.
Samkvæmt Romano er verðmiðinn í kringum 35 milljónir punda, en viðræður eru komnar á lokastig og má áætla að samkomulag verði í höfn á næsta sólarhringnum.
Hato er 19 ára gamall miðvörður sem getur einnig spilað í vinstri bakverði. Hann er fastamaður í liði Ajax og hollenska landsliðshópnum.
Hollendingurinn hefur þegar tjáð Ajax að hann vilji fara frá félaginu og ganga í raðir Chelsea.
Liverpool hefur einnig áhuga á Hato en ekki haft samband við Ajax og munu Englandsmeistararnir því líklega ráðast á önnur skotmörk á óskalistanum.
Athugasemdir