Eric Bailly, fyrrum varnarmaður Manchester United, er í viðræðum við Al Najma í Sádi-Arabíu.
Bailly er með tilboð frá félaginu en samkomulag er ekki í höfn.
Bailly er með tilboð frá félaginu en samkomulag er ekki í höfn.
Bailly, sem er 31 árs gamall, er án félags eftir að hafa yfirgefið Villarreal á Spáni. Hann hefur verið mjög meiðslahrjáður síðustu árin.
Bailly var á mála hjá Man Utd frá 2016 til 2023. Hann spilaði 113 leiki fyrir félagið og skoraði eitt mark.
Al Najma er lið sem var að komast upp í ofurdeildina í Sádi-Arabíu eftir að hafa endað í öðru sæti í næst efstu deild á síðustu leiktíð.
Athugasemdir