Brasilíski sóknarmaðurinn Roberto Firmino er genginn í raðir Al Sadd frá Al Ahli.
Firmino er 33 ára gamall og var að koma úr árangursríku tímabili með Al Ahli en liðið varð Asíumeistari og fékk Firmino viðurkenningu sem besti leikmaður mótsins.
Hann er nú farinn frá Sádi-Arabíu og kominn til Katar, en hann hefur gert tveggja ára samning við Al Sadd.
Firmino kom að 38 mörkum í 65 leikjum sínum Al Ahli, en hann var áður lykilmaður hjá Liverpool þar sem hann vann sex titla, meðal annars ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina.
Al-Sadd sign Brazilian forward Roberto Firmino until 2027#???? | #AlSadd
— ???? #81 Al Sadd SC | ???? ???? (@AlsaddSC) July 23, 2025
#Firmino9 | #ASadd
Athugasemdir