Englandsmeistarar Liverpool hafa fest kaup á franska sóknarmanninum Hugo Ekitike frá þýska félaginu Eintracht Frankfurt fyrir 79 milljónir punda.
Liverpool og Frankfurt náðu saman um Ekitike fyrir helgi en enska félagið greiðir 69 milljónir punda + 10 milljónir í árangurstengdar greiðslur.
Frakkinn flaug til Lundúna í gær til að gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifaði undir sex ára samning.
Ekitike, sem er 23 ára gamall, kom að 23 mörkum í þýsku deildinni á síðustu leiktíð. Hann spilaði áður með Paris Saint-Germain, Reims og Vejle í Danmörku.
Liverpool hefur nú eytt tæpum 300 milljónum punda á leikmannamarkaðnum í sumar og er von á frekari styrkingu á næstu vikum.
We have reached an agreement for the transfer of Eintracht Frankfurt forward Hugo Ekitike, subject to international clearance ????
— Liverpool FC (@LFC) July 23, 2025
Athugasemdir