Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fim 23. ágúst 2018 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Þegar tímabilið byrjar breyttist allt
Pétur Theodór Árnason (Grótta)
Pétur Theodór fagnar marki.
Pétur Theodór fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Pétur spilaði með Kríu í 4. deild fyrri hluta tímabilsins.
Pétur spilaði með Kríu í 4. deild fyrri hluta tímabilsins.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Pétur Theodór Árnason skoraði tvennu þegar Grótta sigraði Vestra 3-2 í toppslag í 2. deild karla á þriðjudag.

Grótta var 2-1 undir í hálfleik en sýndi karakter í seinni hálfleik og vann leikinn 3-2. Pétur Theodór skoraði bæði mörkin í seinni hálfleiknum.

Pétur er leikmaður umferðarinnar hér á Fótbolta.net.

„Mér fannst við vera sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en nýtum ekki færin okkar nægilega vel. Í seinni hálfleik fannst mér við alltaf vera sterkari og hefðum getað skorað fleiri mörk. Það hjálpaði okkur vissulega að við erum í töluvert betra formi en þeir. Það sýndi sig síðasta stundarfjórðunginn," sagði Pétur Theodór þegar fréttamaður Fótbolta.net hafði samband.

Pétur skoraði eins og fyrr segir bæði mörkin í seinni hálfleik og tryggði sigurinn. Hann segir að það hafi verið ljúf tilfinning.

„Jú, tilfiningin var mjög sæt. Þetta er ótrúlega góður hópur sem við erum með, sköpum fullt af færum í hverjum leik, maður þarf bara vera tilbúinn að nýta þau þegar þau koma og það náðist í þessum leik."

„Við ætluðum okkur að vinna þennan leik, sérstaklega vegna þess hvernig fyrri leikurinn gegn þeim fór. Eftir að við jöfnuðum þá vissi ég að við værum að fara klára þennan leik, hefðum kannski getað verið búnir að skora fyrr en þetta var ennþá sætara svona í lokin."

Ótrúleg 2. deild
Þessi deild er búin að vera ótrúleg í sumar og hefur toppbaráttan líklega aldrei verið jafn spennandi. Kallað hefur verið eftir því að síðustu leikir tímabilsins verði sýndir í beinni útsendingu í íslensku sjónvarpi, en Fótbolti.net ætlar að vera með spámenn fyrir síðustu umferðirnar.

„Þetta er held ég skemmtilegasta 2. deild sem ég hef spilað í með Gróttu, man ekki eftir svona jafnri baráttu á toppnum þá sérstaklega. Það er fullt af góðum liðum þarna sem eiga öll erindi í að fara upp sem gerir þetta bara en þá skemmtilegra."

„Við tökum bara einn leik í einu og reynum að fá sem mest út úr hverjum leik og svo verðum við bara sjá hvert það skilar okkur."

Næsti leikur Gróttu er einmitt toppslagur gegn Völsungi á Húsavík. Það fara ekki mörg lið til Húsavíkur og sækja stig.

„Það verður hörkuleikur. Það er alltaf erfitt að fara á Húsavík og spila á móti þeim þar. Þeir eru með mjög öflugt lið og eru góðir heima fyrir, en það eru þessir toppslagir sem eru skemmtilegastir þannig að ég er bara spenntur."

Metnaðurinn og áhuginn minnkaði"
Pétur er tiltölulega nýkominn aftur til Gróttu en hann spilaði fyrri hluta tímabilsins með Kríu í 4. deildinn. Hann gerði það líka í fyrra. Hver er ástæðan fyrir því?

„Það spilaði margt inn í af hverju ég skipti yfir í Kríu fyrrasumar. Ég var að fara í skóla seinni hluta tímabilsins sem var að kvöldi til og gat því ekki æft neitt síðustu vikurnar og allan veturinn. Svo var metnaðurinn og áhuginn að minnka í þokkabót og fannst mér fínt að breyta til," segir Pétur.

„Ég ætlaði nú alltaf strax yfir í Gróttu fyrir þetta tímabil, það var að fara af stað mjög spennandi verkefni hjá Gróttu sem mér leist mjög vel á en ég var kannski ekki alveg með sama metnað og áhugann sem þurfti fyrir þessu. Ég var kominn á fullt í crossfit og fann mig vel þar og einhvern veginn var hugurinn ekki að fara á fullt í fótboltann aftur. En svo þegar tímabilið byrjar þá breyttist allt. Mig langaði að vera meira í fótbolta og fara æfa oftar, var orðinn þreyttur á að vera aldrei i standi í þessum nokkru Kríuleikjum sem ég spilaði í sumar þar sem æfingarnar voru ekkert alltof margar hjá Kríu."

„Grótta var með mjög flott þjálfarateymi sem var að gera flotta hluti með ungt lið sem var að spila geggjaðann fótbolta. Mig langaði að vera partur af þessu þannig ég heyrði í Óskari og spurði hvort ég mætti mæta á nokkrar æfingar og sjá hvort ég ætti eitthvað erindi í þetta," segir Pétur og svo virðist sem hann eigi klárlega erindi í þetta verkefni.

En hvert er markmiðið fyrir lokasprettinn á þessu tímabili? Svarið við þeirri spurningu er mjög einfalt fyrir Pétur.

„Bara reyna hjálpa liðinu eins mikið og ég get," sagði Pétur að lokum.

Leikmaður 1. umferðar: Adam Örn Guðmundsson - Fjarðabyggð
Leikmaður 2. umferðar: Páll Sindri Einarsson - Kári
Leikmaður 3. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 4. umferðar: Milos Ivankovic - Huginn
Leikmaður 5. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 6. umferðar: Brynjar Kristmundsson - Þróttur V.
Leikmaður 7. umferðar: Daniel Badu - Vestri
Leikmaður 8. umferðar: Brynjar Árnason - Höttur
Leikmaður 9. umferðar: Hafliði Sigurðarson - Afturelding
Leikmaður 10. umferðar: Stefan Antonio Lamanna - Tindastóll
Leikmaður 11. umferðar: Kristófer Melsteð - Grótta
Leikmaður 12. umferðar: Elvar Baldvinsson - Völsungur
Leikmaður 13. umferðar: Pétur Bjarnason - Vestri
Leikmaður 14. umferðar: J.C. Mack - Vestri
Leikmaður 15. umferðar: Mykolas Krasnovskis - Leiknir F.
Leikmaður 16. umferðar: Loic Ondo - Afturelding
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner