Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 23. ágúst 2019 23:29
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Álftanes tapaði á heimavelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Álftanes 1 - 3 Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F.
1-0 Sigrún Auður Sigurðardóttir ('31)
1-1 Jóhanna Linda Stefánsdóttir ('33)
1-2 Erla Ásgeirsdóttir ('53, sjálfsmark)
1-3 Julie Gavorski ('61)

Sigrún Auður Sigurðardóttir kom Álftanesi yfir gegn sameinuðu liði Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis F. í 2. deild kvenna í kvöld.

Jóhanna Linda Stefánsdóttir jafnaði skömmu síðar og var staðan jöfn í leikhlé.

Stúlkurnar af Austurlandi mættu grimmar til leiks í síðari hálfleik og komust tveimur mörkum yfir á fyrsta stundarfjórðunginum.

Meira var ekki skorað og 1-3 sigur staðreynd.

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. er í öðru sæti deildarinnar en á aðeins einn leik eftir. Sindri og Grótta fylgjast fast á eftir og eiga bæði leik til góða á meðan enginn getur náð toppliði Völsungs sem er búið að vinna deildina.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner