Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 23. september 2021 10:15
Ívan Guðjón Baldursson
Lewandowski: Ég verð vonandi enn betri með tímanum
Mynd: Getty Images
Pólski sóknarmaðurinn Robert Lewandowski er einn mesti markaskorari okkar tíma og vann Gullskó Evrópu á dögunum fyrir að vera markahæsti leikmaður í Evrópu á síðustu leiktíð.

Lewandowski er 33 ára gamall og er enn að raða mörkunum með FC Bayern. Hann var spurður út í sögusagnir um framtíð hans hjá Bayern þegar hann tók við verðlaunum fyrir að vera markahæstur, en Lewy skoraði 41 mark í 29 deildarleikjum og bætti þar með gamalt met Gerd Müller.

Lewy er búinn að skora í hverjum einasta leik með FC Bayern á nýju tímabili og virðist ekki ætla að hætta.

„Ég þarf ekki að sanna mig í annari deild. Ég get keppt við bestu leikmenn heims úr öðrum deildum þegar við mætumst í Meistaradeildinni," sagði Lewandowski sem vann keppnina með Bayern 2020.

„Ég er 100% einbeittur að Bayern München, ég hugsa ekki um neitt nema liðið mitt."

Hinn efnilegi Erling Braut Haaland kom inn í þýska boltann sem stormsveipur og var Lewy spurður út í Norðmanninn sem hefur verið að raða inn mörkum fyrir Borussia Dortmund.

„Ég er ennþá hérna og verð áfram í langan tíma. Aldur er ekkert nema tala, mér líður mjög vel og ég hef aldrei verið að skora svona mikið á ferlinum," sagði Lewandowski þegar hann tók við Gullskónum.

Lewandowski fer að fordæmi manna á borð við Zlatan Ibrahimovic og Cristiano Ronaldo sem virðast eldast eins og rauðvín. Hann ætlar að halda áfram að spila í hæsta gæðaflokki í mörg ár til viðbótar.

„Ég veit að ég get spilað áfram í hæsta gæðaflokki næstu árin. Ég er eins og gott rauðvín og verð vonandi enn betri með tímanum."
Athugasemdir
banner
banner
banner