Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   lau 23. september 2023 11:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Aldrei gagnrýna framherja sem hefur skorað öll þessi mörk"
Mynd: Getty Images

Pep Guardiola mun ekki missa svefn yfir frammistöðu Erling Haaland í undanförnum leikjum. Hann varar fólk við því að gagnrýna framherjann.


Haaland hefur skorað sjö mörk í fimm leikjum í úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en hefur átt erfitt uppdráttar í síðustu tveimur leikjum, gegn West Ham og Rauðu Stjörnunni.

„Ég mun ekki sofa í nótt," sagði Pep Guardiola léttur þegar hann var spurður út í gengi Haaland að undanförnu.

„Hann hefur fengið mörg tækifæri og gæti veirð búinn að skora 14-15 mörk. Það sem er mikilvægt er að hann er að fá tækifærin, það væri vandamál ef hann færi ekki boltann eða er illa staðsettur," sagði Guardiola.

„Ég ráðlegg ykkur að gagnrýna hann ekki of mikið. Gagnrýnið bakverði, miðverði og stjóra en aldrei gagnrýna framherja sem hefur skorað öll þessi mörk því hann mun skorað og þá þurfið þið að biðja hann afsökunar."


Athugasemdir
banner
banner
banner