Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   lau 23. september 2023 21:13
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Burnley og Man Utd: Evans maður leiksins
Jonny Evans var magnaður í kvöld
Jonny Evans var magnaður í kvöld
Mynd: Getty Images
Norður-írski varnarmaðurinn Jonny Evans var besti maður vallarins er Manchester United vann Burnley, 1-0, í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Turf Moor.

Evans var að byrja sinn fyrsta leik fyrir United síðan 2015 og virðist hann ágætis lausn í vörn liðsins.

Hann skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu og lagði síðan upp frábært sigurmark Bruno Fernandes með laglegri sendingu.

Enska úrvalsdeildin valdi Fernandes besta mann leiksins, en fyrirliðinn rétti Evans verðlaunin. Varnarmaðurinn fær 9 frá Sky Sports og var valinn maður leiksins þar. Fernandes fær einnig 9.

Sergio Reguilon og Casemiro fá báðir 8.

Burnley:Trafford (7), Roberts (6), Al Dakhil (7), Beyer (6), Taylor (6), Cullen (6), Brownhill (6), Gudmundsson (5), Ramsey (6), Koleosho (7), Amdouni (7).
Varamenn: Tresor (6), Brrun Larsen (5), Rodriguez (6), Berge (5).

Man Utd: Onana (7), Dalot (7), Lindelof (7), Evans (9), Reguilon (8), McTominay (7), Casemiro (8), Hannibal (7), Fernandes (9), Rashford (7), Hojlund (7).
Varamenn: Varane (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner