Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 23. október 2021 18:23
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Arnór fékk hálftíma gegn Sassuolo
Mynd: Venezia
Arnór Sigurðsson er búinn að ná sér af meiðslum og fékk að spreyta sig síðasta hálftímann er nýliðar Venezia töpuðu fyrir Sassuolo í efstu deild ítalska boltans í dag.

Venezia tók forystuna í fyrri hálfleik en heimamönnum tókst að snúa leiknum við og var staðan orðin 2-1 þegar Arnóri var skipt inn á 58. mínútu.

Skömmu eftir skiptinguna bætti Sassuolo þriðja markinu við og tókst gestunum ekki að valda miklum usla undir lokin. Niðurstaðan þægilegur sigur Sassuolo sem er með ellefu stig eftir níu umferðir. Feneyingar eru með átta stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Bjarki Steinn Bjarkason var ónotaður varamaður hjá Venezia.

Salernitana og Empoli mættust þá í nýliðaslag fyrr í dag og úr varð hörkuleikur þar sem gestirnir frá Empoli skoruðu fjögur mörk í fyrri hálfleik.

Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og var staðan orðin 2-4 á 55. mínútu en meira skoruðu þeir ekki. Empoli varðist vel síðasta hálftíma leiksins og sótti mikilvæg stig.

Sassuolo 3 - 1 Venezia
0-1 David Okereke ('32 )
1-1 Domenico Berardi ('37 )
2-1 Thomas Henry ('50 , sjálfsmark)
3-1 Davide Frattesi ('67 )

Salernitana 2 - 4 Empoli
0-1 Andrea Pinamonti ('2 )
0-2 Patrick Cutrone ('11 )
0-3 Stefan Strandberg ('13 , sjálfsmark)
0-4 Andrea Pinamonti ('45 , víti)
1-4 Luca Ranieri ('48 )
2-4 Ardian Ismajli ('55 , sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner