Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. janúar 2020 21:58
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: QPR úr leik - Derby þarf að endurspila
Winnall fagnar sigurmarkinu.
Winnall fagnar sigurmarkinu.
Mynd: Getty Images
Joe Lumley svekktur á milli stanga QPR.
Joe Lumley svekktur á milli stanga QPR.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í enska bikarnum í kvöld en aðeins eitt félag er komið áfram í 16-liða úrslitin, Sheffield Wednesday.

Sheffield heimsótti QPR og komst yfir undir lok fyrri hálfleiks, þegar Morgan Fox skoraði.

Heimamenn blésu til sóknar í síðari hálfleik en fundu ekki mikið af glufum á agaðri vörn gestanna, sem hélt út.

Sam Winnall innsiglaði sigur Sheffield í uppbótartíma, þegar lið QPR var teygt um allan völl í leit að jöfnunarmarki.

Sheffield komst áfram þökk sé marki Winnall, því heimamenn í QPR minnkuðu muninn á 94. mínútu. Það var Nahki Wells sem skoraði markið en það dugði ekki til.

QPR 1 - 2 Sheffield Wednesday
0-1 Morgan Fox ('43)
0-2 Sam Winnall ('91)
1-2 Nahki Wells ('94)

Derby County heimsótti þá D-deildarlið Northampton í mjög áhugaverðum leik.

Heimamenn í Northampton voru mikið betri í fyrri hálfleik og óheppnir að koma knettinum ekki í netið.

Derby tók völdin á vellinum eftir leikhlé en fann þó ekki glufur á vörn heimamanna og endaði leikinn með 9 marktilraunir en ekki eitt einasta skot sem hæfði rammann.

Liðin mætast aftur á Pride Park Stadium, heimavelli Derby.

Northampton 0 - 0 Derby
Athugasemdir
banner
banner
banner