Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. janúar 2023 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal gæti barist við Chelsea um miðjumenn næsta sumar
Hvert og hvenær fer Caicedo?
Hvert og hvenær fer Caicedo?
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur mikinn áhuga á því að fá miðjumanninn Moises Caicedo í sínar raðir frá Brighton. Ekvadorinn hefur vakið athygli á tímabilinu og hefur Chelsea reynt að fá hann í sínar raðir á undanförnum dögum.

Caicedo er 21 árs og ætlar sér ekki að þrýsta á Brighton að selja sig, Chelsea hefur boðið ríflega 55 milljónir punda í leikmanninn.

Ef hann fer ekki í glugganum eru taldar miklar líkur á því að Arsenal blandi sér í baráttuna um hann næsta sumar.

Chelsea er sagt ætla einbeita sér aftur að því að reyna fá Enzo Fernandez frá Benfica.

Arsenal vill fá inn miðjumann og eru Caicedo, Declan Rice hjá West Ham og Amadou Onana hjá Everton sagðir á blaði.

Chelsea hefur líka áhuga á Onana sem kom til Everton frá Lille síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner