Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 24. janúar 2024 12:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hákon í samkeppni við þann sem er með verstu tölfræðina
Mark Flekken á móti Liverpool.
Mark Flekken á móti Liverpool.
Mynd: EPA
Hákon er aðalmarkvörður íslenska landsliðsins.
Hákon er aðalmarkvörður íslenska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og fjallað hefur verið um í dag hefur Brentford boðið í Hákon Rafn Valdimarsson hjá Elfsborg og hefur sænska félagið samþykkt tilboðið.

Hákon var valinn besti markvörður Allsvenskan, sænsku úrvalsdeildarinnar, á síðasta tímabili. Tilboðið sem Elfsborg samþykkti gerir Hákon að dýrasta markverði í sögu sænsku deildarinnar ef skiptin ganga í gegn.

En hverjir eru möguleikar Hákonar á því að spila hjá Brentford?

Þegar markvarðatölfræði er skoðuð er oftast horft í hversu mörg mörk markmenn hafa fengið á sig og hversu mörg skot. xGA (Expected goals against eða vænt mörk fengin á sig) segir til um áætlaðan fjölda marka sem markvörður ætti að hafa fengið á sig. Markverðir vilja vera með hærra xGA heldur en fjölda marka fengið á sig.

Hollenski markvörðurinn Mark Flekken hefur varið mark Brentford á tímabilinu en hann var keyptur frá Freiburg þegar ljóst varð að David Raya yrði ekki áfram. Flekken hefur varið mark Brentford í öllum leikjum nema einum. Hann hefur fengið á sig 31 mark í 19 leikjum og haldið þrisvar sinnum hreinu.

Hann er með -6,32 þegar kemur að fjölda marka sem markvörður hefur komið í veg fyrir (prevented goals) sem er mjög slæm tölfræði, sú versta í allri úrvalsdeildinni. Tölfræðin tekur fyrir hvert einasta skot og metur hversu líklegt að það verði að marki. Næstur á undan honum í deildinni er Sam Johnstone hjá Crystal Palace með -4,66. Efstur í deildinni er Alphonse Areola hjá West Ham sem er með 8,62. Areola hefur s.s. komið í veg fyrir tæplega níu mörk ef notast er við xG tölfræðina.

Flekken hefur fengið á sig 78 skot en út frá tölfræðinni hefðu þau einungis átt að verða að 24,7 mörkum.

Auðvitað er horft til fleiri tölfræðiþátta hjá markvörðum en þessi tölfræðiþáttur lítur ekki vel út hjá þeim hollenska.
Athugasemdir
banner
banner
banner