Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 24. febrúar 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu atvikið: Suarez kleip Rudiger í lærið
Luis Suarez
Luis Suarez
Mynd: Getty Images
Luis Suarez, framherji Atlético Madríd, er þekktur fyrir fantabrögð sín á velli en hann náði að lauma einu slíku í 1-0 tapinu gegn Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.

Olivier Giroud skoraði magnað mark með hjólhestaspyrnu og tryggði þar með Chelsea sigur á National-leikvanginum í Rúmeníu.

Hinum megin á vellinum gekk lítið upp hjá Suarez og lét hann það pirra sig.

Suarez á langa sögu af fantabrögðum í boltanum en hann beit Otman Bakkal er hann spilaði með Ajax árið 2010. Hann beit aftur frá sér árið 2013 en þá varð Branislav Ivanovic fyrir barðinu á honum.

Á HM 2014 beit hann svo Giorgio Chiellini, varnarmann ítalska landsliðsins. Hann fékk sjö leikja bann í Hollandi árið 2010, tíu leikja bann fyrir bitið á Ivanovic og loks fjögurra mánaða bann fyrir að bíta Chiellini.

Hann bauð þó upp á nýtt bragð gegn Chelsea í gær en hann kleip Antonio Rüdiger í lærið þegar þeir áttust við en atvikið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner