Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 24. febrúar 2021 11:42
Elvar Geir Magnússon
Xhaka vill hitta fólkið sem felur sig bak við lyklaborðið
Granit Xhaka.
Granit Xhaka.
Mynd: Getty Images
Granit Xhaka, leikmaður Arsenal, hefur tjáð sig um það drull og áreiti sem hann og fjölskylda hans hafa fengið á samfélagsmiðlum. Hann segist vilja hitta fólkið sem felur sig bak við lyklaborðið.

Mikil umræða er á Bretlandseyjum um það hatur og hótanir sem fótboltamenn verða fyrir á samfélagsmiðlum.

„Ég er gaurinn á vellinum, það er ekki konan mín, dóttir mín eða fjölskylda. Ef þið viljið gagnrýna, gagnrýnið þá mig. Ég vildi að ég gæti hitt þetta fólk, fengið mér sæti með þeim og spurt út í tilgang þess að það er að skrifa þetta," segir Xhaka.

„Auðvitað máttu gagnrýna og tjá þig um fótbolta. En slepptu því að gera þetta persónulegt eða áreita fjölskylduna. Ég lít ekki á þetta fólk sem stuðningsmenn félags míns, til að styðja félag þá þarf fólk að vera til staðar hvort sem við töpum, gerum jafntefli eða vinnum."

„Fyrir mér er það óskiljanlegt að fólk sé að skrifa svona hluti. Ég væri svo til í að hitta þetta fólk augliti til auglitis."

Xhaka hefur alltaf verið umdeildur meðal stuðningsmanna Arsenal og hann missti fyrirliðabandið á sínum tíma eftir að hann gaf skilaboð til áhorfenda í stúkunni þegar hann var tekinn af velli. Hann náði að komast til baka og þrátt fyrir að hafa átt marga góða leiki á þessu tímabili eru ýmsir stuðningsmenn sem vilja ekki fyrirgefa honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner