Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   mán 24. mars 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sam Kerr gæti snúið aftur í apríl
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ástralski framherjinn Sam Kerr mun ekki snúa á völlinn fyrr en í seinni hluta apríl í fyrsta lagi.

Það er liðið meira en ár síðan Kerr spilaði síðast fótboltaleik eftir að hafa slitið krossband á æfingu í janúar í fyrra.

Kerr er 31 árs gömul landsliðskona Ástralíu og var lengi vel talin til allra bestu fótboltakvenna heims.

„Við vitum ekki hvenær Sam snýr aftur en vonandi getur hún komið eitthvað við sögu á tímabilinu. Við munum vita meira eftir landsleikjahléð í apríl," segir Sonia Bompastor, þjálfari Chelsea.

Kerr er í 25-manna hópi Chelsea í Meistaradeildinni þar sem liðið keppir við Manchester City í 8-liða úrslitum.

Það er liðinn rétt rúmur mánuður síðan Kerr var sýknuð í dómssal af ákæru um kynþáttafordóma gagnvart lögregluþjóni sem hún kallaði: „hvítan og heimskan".

Englandsmeistarar Chelsea eru með átta stiga forystu á toppi ensku deildarinnar sem stendur, en róðurinn í Meistaradeildinni er orðinn þungur eftir 2-0 tap í fyrri leiknum gegn Man City.
Athugasemdir
banner
banner
banner