Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 24. apríl 2019 22:38
Ívan Guðjón Baldursson
Fabregas: Tottenham mun ekki vinna neitt á tímabilinu
Cesc Fabregas og Graham Roberts, fyrrum leikmaður Tottenham, áttu í smá orðaskaki á dögunum.

Fabregas var að tjá sig um Meistaradeildina eftir að Tottenham komst áfram gegn Manchester City og sagðist ekki hafa mikla trú á að Tottenham færi alla leið. Í kjölfarið spurði hann áhorfendur þáttarins að spurningu.

„Heiðarleg spurning... Sem stuðningsmaður, hvort viltu frekar komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og enda í öðru sæti eða vinna Evrópudeildina? Bara forvitni," spurði Fabregas.

Roberts tók ekki vel í þessi ummæli Cesc og sagði miðjumanninn, sem leikur fyrir Mónakó í Frakklandi, hafa of mikinn frítíma til að tjá sig. „Ertu ekki að fá mikinn spiltíma þessa dagana, Cesc?"

Fabregas var ekki lengi að svara Roberts og skaut hann á bólakaf.

„Ég veit ekki hver þú ert og ég veit ekki hvort ég sé að fá nægan spiltíma. Það sem ég veit er að Tottenham mun ekki vinna neitt á þessu tímabili."
Athugasemdir
banner
banner