Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 24. apríl 2019 08:30
Arnar Helgi Magnússon
Leikmaður Newcastle bíður eftir kallinu í spænska landsliðið
Mynd: Getty Images
Ayoze Perez var í miklu stuði í um helgina þegar Newcastle tók á móti Southampton í ensku úrvalsdeildinni, Perez skoraði þrennu í 3-1 sigri.

„Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með að hafa náð að skora þrennu og að hafa hjálpað liðinu að ná í þrjú mikilvæg stig sem setja okkur í mjög góða stöðu," sagði Perez.

Hann segist enn vonast til þess að fá kallið frá Luis Enrique, landsliðsþjálfara Spánar.

„Ég held áfram að trúa að kallið komi. Ég hugsa oft um þetta en eina sem ég get gert er að halda áfram að spila vel og þá gef ég Enrique hausverk."

Perez á að baki tvo leiki fyrir U21 árs landslið Spánar.

„Þetta er draumur og ég vona að hann rætist einn daginn. Það væri frábært afrek."
Athugasemdir
banner
banner
banner