Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru í byrjunarliði CSKA Moskvu sem tók á móti FK Anzhi Makhachkala í rússnesku deildinni.
CSKA lenti ekki í vandræðum í leiknum og komst yfir á 13. mínútu. Arnór Sigurðsson innsiglaði svo sigurinn snemma í síðari hálfleik.
Ragnar Sigurðsson, fyrirliði Rostov, lék allan leikinn í tapi gegn Lokomotiv Moskvu. Leikurinn var nokkuð jafn en Jefferson Farfan, kantmaður Lokomotiv, gerði gæfumuninn með marki í upphafi leiks og undir lokin.
Björn Bergmann Sigurðarson fékk að spila síðustu tíu mínúturnar en tókst ekki að bjarga stigi fyrir sína menn. Jón Guðni Fjóluson sat þá allan tímann á bekknum er Krasnodar gerði jafntefli við Akhmat Grozny.
Íslendingaliðin eru að gera fína hluti í Rússlandi. CSKA er í þriðja sæti, stigi fyrir ofan Krasnodar sem er í fjórða. Rostov kemur svo í sjöunda sæti.
пан @arnorsigurdsson хорош👍🏻 pic.twitter.com/HoP5GUjdfm
— E:insides (@clovvo) April 24, 2019
CSKA Moskva 2 - 0 Anzhi Makhachkala
1-0 J. Bijol ('13)
2-0 Arnór Sigurðsson ('55)
FK Rostov 1 - 2 Lokomotiv Moskva
0-1 Jefferson Farfan ('5)
1-1 A. Ionov ('39, víti)
1-2 Jefferson Farfan ('83)
Akhmat Grozny 1 - 1 Krasnodar
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir