Bologna 2 - 1 Empoli
1-0 Giovanni Fabbian ('7 )
1-1 Viktor Kovalenko ('33 )
2-1 Thijs Dallinga ('86 )
1-0 Giovanni Fabbian ('7 )
1-1 Viktor Kovalenko ('33 )
2-1 Thijs Dallinga ('86 )
Bologna er komið í úrslit ítalska bikarinn eftir sigur á Empoli í kvöld.
Bologna var í ansi góðri stöðu eftir 3-0 sigur á útivelli í fyrri leiknum. Staðan varð enn betri strax á 7. mínútu þegar Giovanni Fabbian skoraði með skalla.
Viktor Kovalenko jafnaðii metin þegar hann skoraði á opið markið eftir að Federico Ravaglia, markvörður Bologna, varði boltann út í teiginn.
Thijs Dallinga kom Bologna yfir undir lok leiksins og innsiglaði samanlagðan 5-1 sigur. Liðið mætir Milan í úrslitum sem lagði Inter í gær en úrslitaleikurinn fer fram 14. maí.
Athugasemdir