Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 24. maí 2022 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Eiga góðar minningar frá því í fyrra - „Skemmtileg áskorun að fara á Höfn"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

32-liða úrslit Mjólkurbikarsins hefjast í kvöld. ÍA fer í ferðalag til Hafnar í Hornafirði og mætir Sindra.


Skagamenn komust í úrslit bikarsins í fyrra þar sem liðið tapaði gegn Víkingi. Jón Þór Hauksson þjálfari Skagamanna er spenntur fyrir leiknum á morgun.

„Ný keppni sem er alltaf skemmtilegt. Liðið fór auðvitað í úrslit í fyrra og eiga góðar minningar frá keppninni í fyrra. Það er skemmtileg áskorun fyrir okkur að fara þangað," sagði Jón Þór í viðtali við Fótbolta.net eftir markalaust jafntefli gegn ÍBV í Eyjum á laugardaginn.

Sindri er með fjögur stig eftir þrjár umferðir í 3. deildinni en liðið náði í sinn fyrsta sigur einmitt á laugardaginn gegn KFS í Eyjum.

„Sindri var að spila hérna í Vestmannaeyjum líka í dag þannig að við sáum þá. Það er hörku lið og verður hörku leikur," sagði Jón Þór.

Árni Snær Ólafsson markvörður ÍA varði víti gegn ÍBV í uppbótartíma. Hann er staðráðinn í að sigra Sindra og vonar að það ýti undir betri árangur í deildinni.

„Við byrjum á því að fara á Höfn í Hornafirði að vinna svo förum við að týna stig í pokann."


Jón Þór: Þökkum auðvitað fyrir stigið
Árni Snær: þetta var bara eitthvað 50/50 dæmi og reddaðist
Athugasemdir
banner
banner