Jordi Alba mun yfirgefa Barcelona í sumar eftir ellefu ár hjá félaginu. Alba kom til Barca frá Valencia sumarið 2012 og var í mörg ár í algjöru lykilhlutverki í liðinu.
Á þessari leiktíð hefur hann þó meira verið inn og út úr liðinu, spilaði lítið í Meistaradeildinni og spilaði t.a.m. einungis hálftíma í fimm leikjum gegn Real Madrid á tímabilinu.
Á þessari leiktíð hefur hann þó meira verið inn og út úr liðinu, spilaði lítið í Meistaradeildinni og spilaði t.a.m. einungis hálftíma í fimm leikjum gegn Real Madrid á tímabilinu.
Alba er 34 ára vinstri bakvörður, spænskur landsliðsmaður, sem á eitt ár eftir af samningi sínum við spænsku meistaranna.
Þrátt fyrir það greinir félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano frá því að Alba muni fara á frjálsri sölu frá Barcelona.
Hjá Barcelona varð hann sex sinnum spænskur meistari, fimm sinnum bikarmeistari, vann Meistaradeildina einu sinni og HM félagsliða einu sinni. Hann varð Evrópumeistari með spænska landsliðinu 2012 og á að baki 91 landsleik.
Athugasemdir