Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fös 24. maí 2024 20:42
Brynjar Ingi Erluson
Olise velur á milli Chelsea og Man Utd
Mynd: Getty Images
Michael Olise, leikmaður Crystal Palace á Englandi, mun velja á milli Chelsea og Manchester United í sumar en þetta ítrekar ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano á X.

Olise er einn mest spennandi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar en hann er nú reiðubúinn til að taka næsta skref ferilsins.

Á nýafstaðinni leiktíð gerði Olise 10 deildarmörk og gaf sex stoðsendingar en vegna meiðsla tókst honum aðeins að spila nítján leiki.

Romano segir að það sé svo gott sem öruggt að Olise sé á förum frá Palace.

Félög þurfa aðeins að greiða 60 milljónir punda til að fá hann en baráttan verður á milli Chelsea og Manchester United. Þetta segir Fabrizio Romano.

Olise þekkir vel til hjá Chelsea enda var hann í akademíu félagsins á sínum yngri árum, en hann myndi líklega fá meiri spiltíma hjá United sem þarf að styrkja hægri vænginn.
Athugasemdir
banner