Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   lau 24. júní 2023 17:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Halls: Sterkir karakterar og mikill vilji í þessum hóp
Lengjudeildin
Arnar Hallsson þjálfari Njarðvíkur
Arnar Hallsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Njarðvíkingar tóku á móti Þór frá Akureyri í dag á Rafholtsvellinum í Njarðvík þegar 8.umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni. 

Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af krafti og komust tvívegis yfir í leiknum en Þór náðu að jafna í bæði skiptin og þar við sat.


Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  2 Þór

„Mér fannst við alltaf líklegir til þess að skora á breikinu og við vorum tvisvar mjög nálægt því undir lok leiksins þannig það hefði verið rosalega sætt að sigla því heim þar og þess utan þá svona að fá á sig mark beint úr horni, maður er alltaf óánægður með það þannig að þegar við erum komnir í 2-1 stöðu að missa það niður í jafna stöðu beint úr horni var fúllt en nátturlega þá varði Robbi víti þar á undan sem ég held að fæstir hafi skilið að hafi verið víti en það er eins og það er." Sagði Arnar Hallsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

„Við erum búnir að tala um það núna að það voru of margir leikir þar sem við vorum að lenda undir og við vorum að vinna okkur tilbaka sem var alltaf erfitt og við erum búnir að vera tala um það að komast yfir og við erum búnir að gera það í tveimur leikjum, við gerðum það gegn Aftureldingu og við gerðum það í dag og mér fannst við ekki höndla það nægilega vel." 

Njarðvíkingar fengu skell í síðustu umferð gegn Aftureldingu og var því mikilvægt að ná að svara fyrir það á einhvern hátt gegn Þór Ak í dag.

„Það eru mjög sterkir karakterar í þessum hóp og það er mikill vilji í þessum hóp. Þessi leikur á móti Aftureldingu var eitthvað stórslys sem gerðist vegna þess að við höfum aldrei verið líklegir í þetta í allan vetur og við töluðum um það og það eru sterkir karakterar í þessum hóp og menn ætluðu að rétta sinn hlut og sýna það að þetta hafi verið 'one off', eitthvað frávik sem endurtekur sig ekki."

Nánar er rætt við Arnar Hallsson þjálfara Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner