Njarðvíkingar tóku á móti Þór frá Akureyri í dag á Rafholtsvellinum í Njarðvík þegar 8.umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni.
Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af krafti og komust tvívegis yfir í leiknum en Þór náðu að jafna í bæði skiptin og þar við sat.
Lestu um leikinn: Njarðvík 2 - 2 Þór
„Mér fannst við alltaf líklegir til þess að skora á breikinu og við vorum tvisvar mjög nálægt því undir lok leiksins þannig það hefði verið rosalega sætt að sigla því heim þar og þess utan þá svona að fá á sig mark beint úr horni, maður er alltaf óánægður með það þannig að þegar við erum komnir í 2-1 stöðu að missa það niður í jafna stöðu beint úr horni var fúllt en nátturlega þá varði Robbi víti þar á undan sem ég held að fæstir hafi skilið að hafi verið víti en það er eins og það er." Sagði Arnar Hallsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í dag.
„Við erum búnir að tala um það núna að það voru of margir leikir þar sem við vorum að lenda undir og við vorum að vinna okkur tilbaka sem var alltaf erfitt og við erum búnir að vera tala um það að komast yfir og við erum búnir að gera það í tveimur leikjum, við gerðum það gegn Aftureldingu og við gerðum það í dag og mér fannst við ekki höndla það nægilega vel."
Njarðvíkingar fengu skell í síðustu umferð gegn Aftureldingu og var því mikilvægt að ná að svara fyrir það á einhvern hátt gegn Þór Ak í dag.
„Það eru mjög sterkir karakterar í þessum hóp og það er mikill vilji í þessum hóp. Þessi leikur á móti Aftureldingu var eitthvað stórslys sem gerðist vegna þess að við höfum aldrei verið líklegir í þetta í allan vetur og við töluðum um það og það eru sterkir karakterar í þessum hóp og menn ætluðu að rétta sinn hlut og sýna það að þetta hafi verið 'one off', eitthvað frávik sem endurtekur sig ekki."
Nánar er rætt við Arnar Hallsson þjálfara Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |























