Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
banner
   mán 24. júní 2024 10:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd ræðir um Zirkzee - Til í að virkja riftunarákvæðið
Joshua Zirkzee.
Joshua Zirkzee.
Mynd: EPA
Manchester United er að ræða við umboðsmenn hollenska sóknarmannsins Joshua Zirkzee.

Það er Sky Sports sem greinir frá en United er tilbúið að virkja riftunarákvæði í samningi leikmannsins. Það ákvæði hljómar upp á 40 milljónir evra.

Það á enn mikið eftir að gerast svo kaupin gangi í gegn, en þetta er eitthvað sem er í vinnslu.

Zirkzee er 23 ára gamall og skoraði 11 mörk í 33 leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni með Bologna á tímabilinu sem var að klárast.

Arsenal og AC Milan hafa einnig áhuga á Zirkzee sem á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Bologna.
Athugasemdir
banner
banner
banner