PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
   mán 24. júní 2024 15:08
Elvar Geir Magnússon
Varga útskrifast af sjúkrahúsinu á miðvikudag ef allt gengur upp
Tjöldum var haldið fyrir á meðan Varga fékk aðhlynningu.
Tjöldum var haldið fyrir á meðan Varga fékk aðhlynningu.
Mynd: EPA
Læknir Barnabas Varga hefur gefið upplýsingar um ástand sóknarmannsins eftir að hann lenti í hörðu samstuði í leik með Ungverjalandi gegn Skotlandi á EM.

„Barni fékk heilahristing við áreksturinn og missti meðvitund,“ segir Gergely Panics, læknir ungverska landsliðsins.

„Þegar verið var að bera hann upp í sjúkrabílinn komst hann aftur til meðvitundar og var fluttur á sjúkrahús í Stuttgart. Að lokinni skoðun var gerð áætlun varðandi aðgerð. Hann hlaut margvísleg höfuðkúpubrot í andliti, nokkur minni og stærri bein brotnuðu í andliti hans og sum fóru jafnvel úr lið. Eftir aðgerðina verður hann á sjúkrahúsinu í tvo daga. Ef allt gengur upp verður hann útskrifaður á miðvikudaginn."

Varga lenti í óhugnanlegum árekstri við Angus Gunn markvörð Skotlands. Leikurinn var stopp í um sjö mínútur á meðan Varga fékk aðhlynningu. Tjöldum var haldið fyrir.

Varga er 29 ára sóknarmaður Ferencvaros og spilar ekki meira á EM. Ungverjar tryggðu sér sigurinn gegn Skotlandi í uppbótartíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner