Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 24. júlí 2022 18:22
Matthías Freyr Matthíasson
Byrjunarlið FH og Breiðabliks: Ísak Snær á bekknum hjá Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

14.umferð Bestu deildar karla heldur áfram göngu sinni í dag núna kl 19:15 þegar FH fær Breiðablik í heimsókn.

Heimamenn eru búnir að vera í vandræðum í sumar og sitja í 10 sæti Bestu deildarinnar með 10 stig. 2 sigar, 4 jafntefli og 7 töp. Breiðablik eru hinsvegar á toppi deildarinnar með 34 stig, 11 sigar, 1 jafntefli og 1 tapleik. Blikar geta aukið forystu sína um 9 stig á Víkinga en FH ef þeir sigra lyfta sér upp yfir ÍBV í 9. sætið. 


Lestu um leikinn: FH 0 -  0 Breiðablik

FH gerir 2 breytingar á liði sínu frá tapinu á móti Víkingum. Haraldur Einar Ásgrímsson og Lasse Petry koma inn í stað Ólafs Guðmundsson og Davíð Snæs Jóhannssonar. Þeir fá sér sæti á bekknum. Úlfur Ágúst sem kallaður var til baka frá Njarðvík í gær er einnig á bekknum .

Blikar gera 2 breytingar frá Evrópuleiknum á fimmtudaginn. Mikkel Qvist og Anton Logi Lúðvíksson koma inn í liðið á meðan Oliver Sigurjónsson er ekki í hóp vegna leikbanns og Ísak Snær Þorvaldsson er á bekknum. 


Byrjunarlið FH:
1. Gunnar Nielsen (m)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson
7. Steven Lennon
8. Kristinn Freyr Sigurðsson
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
16. Guðmundur Kristjánsson
19. Lasse Petry
22. Ástbjörn Þórðarson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
34. Logi Hrafn Róbertsson

Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Mikkel Qvist
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson
14. Jason Daði Svanþórsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
21. Viktor Örn Margeirsson
25. Davíð Ingvarsson
Athugasemdir
banner
banner