Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 24. júlí 2022 16:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hákon Arnar í byrjunarliði FCK - „Ég er í góðu formi"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hinn 19 ára gamli Hákon Arnar Haraldsson byrjaði síðustu tvo æfingaleiki FC Kaupmannahafnar og var í byrjunarliðinu um síðustu helgi þegar FCK tapaði fyrsta leiknum í deildinni gegn Horsens.


Hákon er einnig í byrjunarliðinu í dag en FCK heimsækir Álaborg en leikurinn er nýhafinn. Ísak Bergmann byrjaði alla leikina til þessa með Hákoni en er á bekknum í dag.

„Ég er í góðu formi og mér fannst ég spila vel síðasta sunnudag en þegar við vinnum ekki skiptir það litlu. Ég er spenntur fyrir næsta leik," sagði Hákon í samtali við heimasíðu FCK eftir æfingu liðsins í gær.

Hann var valinn maður leiksins af stuðningsmönnum eftir leikinn gegn Álaborg en hann skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu.

„Já það var svekkjandi því það hefði getað breytt leiknum. En aftur, það skiptir engu. Við gerðum bara ekki nægilega vel í seinni hálfleik."


Athugasemdir
banner
banner
banner