Beverly Priestman þjálfari kanadíska kvennalandsliðsins hefur stigið til hliðar og mun ekki stýra liðinu gegn Nýja-Sjálandi á Ólympíuleikunum á morgun.
Hún segist axla ábyrgð eftir að tveimur úr þjálfarateymi hennar var vísað heim fyrir að nota dróna til að njósna um æfingu andstæðingana.
Hún segist axla ábyrgð eftir að tveimur úr þjálfarateymi hennar var vísað heim fyrir að nota dróna til að njósna um æfingu andstæðingana.
Dróna var flogið yfir æfingasvæði Nýja-Sjálands og rannsókn leiddi í ljós að Joseph Lombardi leikgreinandi Kanada sendi skýrslu frá æfingunni til aðstoðarþjálfarans Jasmine Mander. Þeim hefur verið vísað burt af Ólympíuleikunum.
Priestman hefur beðið leikmenn og þjálfara Nýja-Sjálands afsökunar og segir að þessi óíþróttamannslega hegðun endurspegli ekki það sem kanadaíska landsliðið vilji standa fyrir.
Kanadíska fótboltasambandið segist þykja það miður að þeirra starfsfólk hafi hegðað sér með þessum hætti. Þetta hafi ekki verið í takt við Ólympíuandann.
Athugasemdir