Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fim 24. júlí 2025 09:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andrea Rán snýr aftur í FH (Staðfest)
Kvenaboltinn
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir.
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH hefur fengið frábæran liðsstyrk fyrir átökin sem eru framundan í Bestu deild kvenna því Andrea Rán Hauksdóttir hefur samið við félagið.

Hún kemur aftur til FH eftir að hafa spilað með Tampa Bay í Bandaríkjunum frá því í fyrra.

Andrea Rán, sem er 29 ára, var í íslenska landsliðshópnum fyrr á þessu ári og var inn í myndinni fyrir hópinn sem var valinn fyrir Evrópumótið.

Hún spilaði með FH fyrri hluta síðasta tímabils áður en hún hélt út til Bandaríkjanna.

Andrea Rán hefur alla burði til að vera einn besti miðjumaður Bestu deildarinnar en hún er uppalin í Breiðabliki og hefur spilað þar lengst af á sínum ferli. Hún hefur einnig spilað með Le Havre í Frakklandi, Houston Dash í Bandaríkjunum og Club America og Mazatlan í Mexíkó á sínum ferli.

FH er í þriðja sæti Bestu deildar kvenna, þremur stigum frá toppnum. Andrea gæti spilað sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Fram á morgun.
Athugasemdir
banner
banner